Þórdís boðar eitt frumvarp: Bókun 35

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun endurflytja frumvarp sitt um bókun …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun endurflytja frumvarp sitt um bókun 35. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra boðar aðeins eitt frum­varp á þing­vetr­in­um og það er end­ur­flutt frum­varp um hina um­deildu bók­un 35.

Mun hún leggja fram frum­varpið í þess­um mánuði og er þetta fyrsta mál á dag­skrá hjá henni á þing­vetr­in­um. Að öðru leyti verður Þór­dís með 14 til­lög­ur til þings­álykt­un­ar um hin ýmsu mál og tvær skýrsl­ur.

„Með frum­varp­inu er ætl­un­in að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar til þess að bæta inn­leiðingu bók­un­ar 35 við EES samn­ing­inn og tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu ein­stak­linga og lögaðila,“ seg­ir í þing­mála­skránni.

Um er að ræða um­deilt og flókið mál sem hef­ur vakið upp blendn­ar til­finn­ing­ar meðal stjórn­ar­liða. 

Flók­in bók­un

Eins og áður hef­ur verið rakið snýst málið um til­tekna bók­un við EES-samn­ing­inn frá 1992, en þrátt fyr­ir að meg­in­texti hans og ýmis fylgiskjöl hafi hlotið lög­helg­un Alþing­is, þá átti það ekki við um all­ar bók­an­ir samn­ings­ins og gerðir, þar á meðal bók­un 35.

Hún kveður ann­ars veg­ar á um að í samn­ingn­um fel­ist ekk­ert framsal lög­gjaf­ar­valds, en svo fylg­ir máls­grein sem til­tek­ur skyld­ur samn­ingsaðila um að lög­festa for­gang EES-reglna.

Sú þverstæða hef­ur verið mönn­um ljós frá upp­hafi, en litið svo á að síðari máls­grein­in væri mála­miðlun og hefði litla þýðingu.

ESA hreyfði fyrst við mál­inu

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hreyfði mál­inu fyrst við ís­lensk stjórn­völd árið 2012 vegna dóma­fram­kvæmd­ar hér á landi, en eft­ir margra ára bréfa­skrift­ir sendi ESA áminn­ing­ar­bréf árið 2017.

Síðan gekk á með frek­ari bréfa­skrift­um, þar sem Ísland varði þá af­stöðu að engu þyrfti eða ætti að breyta, allt þar til ut­an­rík­is­ráðherra lagði fram um­rætt frum­varp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert