Biðla til fólks að tryggja lausamuni

Trampólín eiga það til að fjúka.
Trampólín eiga það til að fjúka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurstofa Íslands biðlar til fólks að tryggja lausamuni á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna storms í nótt og á morgun. 

Gul veðurviðvörun tekur gildi á miðnætti. 

Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að draga muni úr vindi undir Eyjafjöllum undir morgun en seinni partinn á Öræfum og við Hamarsfjörð. 

Spáin gerir ráð fyrir 18-25 m/s vindhraða. 

Þá er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum og geta aðstæður orðið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert