Eldur kviknaði í grilli á Akureyri

Eldur á Akureyri.
Eldur á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Mik­ill viðbúnaður var þegar kviknaði í grilli fyr­ir utan raðhús á Ak­ur­eyri í kvöld. Búið er að slökkva all­an eld og vinn­ur nú slökkvilið að því að reykræsta heim­ilið.

„Það kvikn­ar í grilli ut­an­dyra og læs­ir sér í sólpall og það varð tals­vert bál en það er búið að slökkva allt og verið að reykræsta íbúðina,“ seg­ir Helgi Tul­inius, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri.

Allt til­tækt lið slökkviliðs Ak­ur­eyr­ar var kallað út vegna elds­voðans.

Seg­ir Helgi að eng­an hafi sakað í elds­voðanum.

Nefn­ir varðstjór­inn að auk reykræst­ing­ar­inn­ar sé nú verið að fylgj­ast með því hvort glæður séu í palli húss­ins.

„Þeir eru að klára vinnu þarna á vett­vangi ein­hvern tím­ann fljót­lega von­andi.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð með upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Eins og sést kom upp talsvert bál á pallinum.
Eins og sést kom upp tals­vert bál á pall­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert