Fjármagnskostnaður greiddur með umferðargjöldum

„Það eru hins vegar sveiflur í fjárstreymi á milli ára. …
„Það eru hins vegar sveiflur í fjárstreymi á milli ára. Á meðan framkvæmdir eru á fullu er mikið útflæði fjármuna en innstreymið jafnara. Til að jafna sveiflur á milli ára er gert ráð fyrir að ríkið láni okkur peninga til að jafna sveiflurnar út, en í lok gildistíma sáttmálans endum við á núlli,“ segir Davíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alveg skýrt að verkefnin eru fjármögnuð með framlögum frá ríki og sveitarfélögum, með Keldnalandinu og flýti- og umferðargjöldum,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, í samtali við Morgunblaðið.

Viðbragða hans var leitað við gagnrýni Svönu Helenar Björnsdóttur, bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi, á ýmis atriði samsgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem fram kom í grein hennar í Morgunblaðinu í gær. Þar velti hún fyrir sér raunhæfni í fjárstreymisáætlun sáttmálans.

„Það eru hins vegar sveiflur í fjárstreymi á milli ára. Á meðan framkvæmdir eru á fullu er mikið útflæði fjármuna en innstreymið jafnara. Til að jafna sveiflur á milli ára er gert ráð fyrir að ríkið láni okkur peninga til að jafna sveiflurnar út, en í lok gildistíma sáttmálans endum við á núlli,“ segir Davíð.

Spurður hvort ekki sé gert ráð fyrir fjármagns- og vaxtakostnaði vegna lántöku sveitarfélaga í sáttmálanum segir Davíð að flýti- og umferðargjöldum sé ætlað að standa straum af fjármagnskostnaði. „Það er ekki talað um það í uppfærða sáttmálanum, vegna þess að það er inni í þeim upphaflega,“ segir hann. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert