Hnúajárn, hnefahögg og hnéspörk í höfuð

Í fyrri líkamsárásinni veittist hinn ákærði að tveimur öðrum með …
Í fyrri líkamsárásinni veittist hinn ákærði að tveimur öðrum með hnúajárni með þeim afleiðingum að þeir hlutu mikil meiðsli. Myndin er úr safni mbl.is/Árni Sæberg

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir framdar á árinu 2021. 

Er hann sakaður um að hafa meðal annars beitt hnúajárni og að hafa veist með hnefahöggum og hnéspörkum í andlit fórnarlamba sinna.

Í fyrra málinu á hinn ákærði að hafa, aðfaranótt laugardagsins 16. janúar þess árs, veist að tveimur öðrum með hnúajárni.

Hlutu báðir þeir sem urðu fyrir árásinni áverka á höfði og í andliti. Meðal annars mar og bólgur á gagnauga og í andliti.

Önnur árás nokkrum mánuðum síðar

Seinni líkamsárásin sem maðurinn er ákærður fyrir gerðist aðfaranótt sunnudagsins 30. maí sama ár.

Þar er maðurinn sakaður um að hafa slegið aðra manneskju með ítrekuðum hnefahöggum og hnéspörkum í höfuð og í eitt skipti slegið hann með glerflösku í höfuð, með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut maráverka á hægri vanga og kinnbeini og verk í hægri kjálkalið, mar og bólgu undir bæði augu og maráverka og hrufl í hársverði.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert