Léttskýjað og sólríkt í dag

Hlýjast verður á Suðurlandi. Þó líklega ekki nógu hlýtt til …
Hlýjast verður á Suðurlandi. Þó líklega ekki nógu hlýtt til að fara í sólbað úti. mbl.is/Eyþór

Lítil hæð er yfir landinu og spá veðurfræðingar að léttskýjað verði víða og sólríkt í dag og vindur fremur hægur.

Kalt var í nótt og mældist kuldinn mestur í Eyjafirði þar sem frostið náði 6,8 stigum. Í dag mun hlýna og verður hiti á bilinu 5 til 12 stig. Hlýjast verður á Suðurlandi.

Í kvöld og nótt nálgast lægð úr suðri, það hvessir af austri sunnanlands og fer að rigna þar.

Á morgun verður rigning um mest allt land, en slydda í innsveitum norðaustanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert