Lögregla kölluð til vegna manns með hníf í strætó

Maðurinn er sagður hafa kastað hnífnum frá sér.
Maðurinn er sagður hafa kastað hnífnum frá sér. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á stöð eitt á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns í strætisvagni með hníf.

Í dagbók lögreglu segir að þegar afskipti voru höfð af manninum hafi þó enginn hnífur fundist.

Vitni sögðu manninn hafa kastað honum frá sér. Var maðurinn fjarlægður úr vagninum og er málið nú til rannsóknar.

Önnur tilkynning

Í dagbók lögreglu kemur fram að önnur tilkynning hafi borist, en nú til lögreglu stöðvar 2, vegna manns í strætisvagni í annarlegu ástandi. Sá er tilkynnti atvikið sagði manninn hafa tekið upp hníf og farið að hlægja.

Viðkomandi er tilkynnti hringdi þó ekki í neyðarlínuna heldur fór upp á lögreglustöð til að greina frá atvikinu. Er mögulegt að um sama mann hafi verið að ræða og hér er minnst á að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert