Rushdie ánægður með dvölina á Íslandi

Rithöfundurinn Salman Rushdie hlaut alþjóðlegu bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í dag.
Rithöfundurinn Salman Rushdie hlaut alþjóðlegu bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í dag. mbl.is/Eyþór

„Ég hef ætlað mér að koma til Íslands í langan tíma þannig að ég er ánægður að mér tókst það loksins og ég hef notið mín frábærlega hérna. Þakkir til allra sem hafa tekið á móti mér,“ sagði bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie eftir að hafa tekið á móti alþjóðleg­um bók­mennta­verðlaun­um Hall­dórs Lax­ness í Há­skóla­bíói í dag.

Var þetta í fjórða skipti sem verðlaun­in eru veitt og haldin var hátíðleg at­höfn sem hófst klukk­an 17.30.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra veitti Rushdie verðlaunin. Með þeim á mynd …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra veitti Rushdie verðlaunin. Með þeim á mynd er Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðlegu bók­mennta­hátíðar­inn­ar í Reykja­vík. mbl.is/Eyþór

Bjarni Benediktsson afhenti Rushdie verðlaunin, sem eru pen­inga­verðlaun að upp­hæð 15.000 evr­ur með verðlauna­pen­ingi að auki.

Næst tóku við umræður þar sem Rushdie settist niður með Höllu Odd­ný Magnús­dótt­ir og Hall­dóri Guðmundssyni.

Rushdie settist niður með Höllu Odd­nýju Magnús­dótt­ir og Hall­dóri Guðmundssyni …
Rushdie settist niður með Höllu Odd­nýju Magnús­dótt­ir og Hall­dóri Guðmundssyni eftir að hafa tekið við verðlaununum. mbl.is/Eyþór

Vildi alltaf verða rithöfundur

Þar fór Rushdie um víðan völl og ræddi meðal annars að draumurinn um að verða rithöfundur hafi fylgt honum síðan hann varð barn, aldrei hafi neitt annað komið til greina þó vissulega hafi leiklistaráhugi kviknað á unglinsárum.

mbl.is/Eyþór

Einnig ræddi Rushdie árás sem hann varð fyrir í ágúst 2022 þar sem hann var stunginn margsinnis er hann var að undirbúa sig fyrir fyrirlestur í New York. Missti hann t.a.m. sjón á öðru auga sínu eftir árásina. 

Talaði Rushdie um að bataferlið hefði verið langt og hann hafi þá ekki verið viss um hvort hann myndi skrifa um atvikið. Það gerði hann hins vegar og út kom bókin Knife sem ber und­ir­t­itil­inn „Med­itati­ons Af­ter an Attempted Mur­der.“

Rushdie tók ánægður við verðlaununum.
Rushdie tók ánægður við verðlaununum. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert