Segir tekjuskiptingu orsök kæru

„Það sem er sérstakt í þessu er að þetta snýr …
„Það sem er sérstakt í þessu er að þetta snýr að málum sem ekki varða Landsvirkjun sem er tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Málið snýr ekki efnislega að verkefninu. Það er líka sérstakt þegar eitt stjórnvald kærir í raun annað stjórnvald,“ segir Hörður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við ger­um eng­ar at­huga­semd­ir við að aðilar nýti sér kæru­leiðir. Það er eðli­leg­ur hluti af leyf­is­veit­inga­ferli og ef aðilar hafa at­huga­semd­ir við það, þá er eðli­legt að þeir nýti sér þann rétt,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Leitað var viðbragða hans við kæru sveit­ar­stjórn­ar Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála, en sveit­ar­stjórn­in kærði á miðviku­dag virkj­un­ar­leyfi sem Orku­stofn­un veitti Lands­virkj­un fyr­ir vindorku­verið Búr­fells­lund.

Snýr ekki efn­is­lega að verk­efn­inu

„Það sem er sér­stakt í þessu er að þetta snýr að mál­um sem ekki varða Lands­virkj­un sem er tekju­skipt­ing rík­is og sveit­ar­fé­laga. Málið snýr ekki efn­is­lega að verk­efn­inu. Það er líka sér­stakt þegar eitt stjórn­vald kær­ir í raun annað stjórn­vald,“ seg­ir Hörður og vís­ar þar til þess að kær­an bein­ist að leyf­is­veit­ingu Orku­stofn­un­ar fyr­ir orku­ver­inu. Hann tel­ur að ágrein­ing­ur tveggja stjórn­valda eigi ekki heima hjá úr­sk­urðar­nefnd­inni, málið ætti að leysa með lög­gjöf.

Vandað hafi verið til verka við und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins og öll­um lög­um og regl­um fylgt.

„Við telj­um að ágrein­ing­ur­inn sé fyrst og fremst um tekju­skipt­ing­una og verið sé að leita leiða til að skapa sér stöðu í því efni. Það er okk­ar mat. Sveit­ar­fé­lagið vildi fá greiðslu sem við gát­um ekki orðið við, en það hef­ur að mínu mati leitt til þess­ar­ar kæru,“ seg­ir hann.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka