Spursmál: Misheppnuð mótmæli og sjávarútvegurinn pakkar í vörn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir eru …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. María Matthíasdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sat fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála. Var hún meðal annars krafin svara um rétt og sanngjörn afgjöld fyrir sjávarauðlindina við strendur Íslands í tengslum við tillögu sem matvælaráðherra hyggst leggja fram á næstu haustmánuðum.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptökuna má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og YouTube.

SFS gagnrýnir tillögur matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram lagabreytingatillögur fyrir Alþingi sem lúta að aukinni gjaldtöku sjávarútvegsins.

Tillögur matvælaráðherra eru sprottnar upp úr verkefni sem fyrrverandi matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fylgdi úr hlaði á sínum tíma undir formerkjum Auðlindin okkar. Lagabreytingatillögurnar eru umdeildar og hefur forystufólk Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýnt tillögur ráðherrans harðlega að undanförnu.

Þingsetning og mótmæli launafólks

Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambandsins, mættu einnig í settið og rýndu í það sem helst bar á góma í fréttum líðandi viku.

Ræddu þau meðal annars um setningu þingsins sem fram fór í byrjun vikunnar, stefnuræðu forsætisráðherra, mótmæli launafólks á Austurvelli á miðvikudag og margt fleira.

Fylgstu með Spursmálum alla föstudaga klukkan 14 hér á mbl.is. Spursmál eru einnig aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert