Streymi: Útför Bryndísar Klöru

Útför Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af sárum sínum eftir stunguárás í Reykjavík á Menningarnótt, fer fram frá Hallgrímskirkju klukkan 15:00 í dag. 

Hægt verður að fylgjast með útförinni í streymi hér að neðan. 

Eftir andlát Bryndísar kallaði faðir hennar eftir því að fráfall Bryndísar myndi leiða til þess að með skipulegum og úthugsuðum hætti yrðu fundnar leiðir til að bæta veruleika fyrir íslenskt samfélag.

Afi Bryndísar ítrekar þetta ákall fjölskyldunnar í minningargrein í Morgunblaðinu í morgun. „Nú þarf þjóðarátak í að bæta íslenskt samfélag. Hlúa verður að börnum og ungmennum og takast á við vanlíðan þeirra og ofbeldishneigð, sem virðist því miður svo útbreidd. Að þessu verkefni þurfa skólar og stjórnvöld að koma og styðja. En umfram allt eru þetta verkefni sem sinna þarf inn á öllum heimilum landsmanna.“

Viðbrögð árásarinnar hafa verið mikil í samfélaginu á undanförnum vikum og hefur mikil athygli beinst að ofbeldishegðun og vopnaburði ungmenna. Þannig setti ríkisstjórnin aðgerðarhóp vegna ofbeldis í garð og á meðal barna af stað fyrr í mánuðinum. Halla Tómasdóttir forseti lagði einnig áherslu á þetta mál við setningu Alþingis í vikunni og það gerði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra einnig í stefnuræðu sinni degi síðar.

Fjölskylda Bryndísar Klöru hefur stofnað minningarsjóð sem tileinkaður er þeim tilgangi að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. „Sjóðurinn mun styðja við verkefni og aðgerðir sem stuðla beint að aukinni velferð og öryggi ungs fólks í íslensku samfélagi.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru:
Kennitala: 430924-0600
Bankareikningur: 515-14-171717

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert