Einn hlaut fyrsta vinning

Lottó.
Lottó.

Einn miðaeigandi var heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í Lottóinu því hann var einn með fyrsta vinning.

Fær hann í sinn hlut rúmar 8,9 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Krambúðinni á Hólmavík.

Einn miðahafi var með bónusvinninginn, sem færir honum rúmar 409 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í Olís á Selfossi, að því er segir í tilkynningu.

Þá hlutu sjö vinningshafar annan vinning í Jókeri kvöldsins sem veitir þeim 100 þúsund krónur hver. Þrír miðanna voru keyptir í Lottó appinu, þrír eru í áskrift og einn var keyptur í Vídeómarkaðinum í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert