Fjöldi veikra bangsa heimsótti Bangsaspítalann

Börnin fara með bangsann í innritun og láta vita hvað …
Börnin fara með bangsann í innritun og láta vita hvað bangsinn heitir og hvað er að. mbl.is/Ólafur Árdal

Hinn vinsæli Bangsaspítali var opinn í dag fyrir slasaða eða veika bangsa. Fjöldi barna og bangsarnir þeirra kíktu í læknisheimsóknir í dag.

Melkorka Sverrisdóttir læknanemi var ein þeirra sem sinnti veiku böngsunum í dag og segir það hafa gengið afar vel.

Tilgangur Bangsaspítalans er að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna …
Tilgangur Bangsaspítalans er að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk. mbl.is/Ólafur Árdal

Tilgangur Bangsaspítalans sé að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og að gefa ungum læknanemum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur þeirra.

„Þau koma inn og fara með bangsann í innritun og láta vita hvað bangsinn heitir og hvað er að. Svo fá þau að hlusta á hjartað og bangsarnir fá oft sprautu eins og bólusetningu eða annað slíkt og fara jafnvel í röntgenmyndatöku,“ segir Melkorka.

Ungir læknanemar fá tækifæri til að æfa samskipti við börn …
Ungir læknanemar fá tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur. mbl.is/Ólafur Árdal

Aðsókn aukist með hverju árinu

Sjálf var Melkorka á bangsavakt á Seltjarnarnesi og er það í fyrsta skipti sem Bangsaspítalinn opnar þar. Var spítalinn opinn á þremur öðrum heilsugæslum í ár: Efstaleiti, Sólvangi og Salahverfinu.

„Það var frekar stöðugur straumur hér á Nesinu en það var víst brjálað að gera í Efstaleiti,“ segir Melkorka.

Á bilinu 200-300 börn og bangsar þeirra heimsóttu hverja og …
Á bilinu 200-300 börn og bangsar þeirra heimsóttu hverja og eina heilsugæslustöð. mbl.is/Ólafur Árdal

Á bilinu 200 til 300 börn og bangsar þeirra hafi heimsótt hverja og eina heilsugæslustöð.

„Það er mikil aðsókn og alltaf að aukast með hverju árinu,“ segir Melkorka og segir sömuleiðis sum börnin heimsækja Bangsaspítalann í annað sinn eftir góða upplifun í fyrra. Flest börnin séu á leikskólaaldri en allir séu velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert