Hvasst fram yfir hádegi í dag

Vindaspá klukkan 12 á hádegi í dag.
Vindaspá klukkan 12 á hádegi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð austan- og norðaustanátt, 10-18 m/s en 18-23 m/s á Suðausturlandi og syðst fram yfir hádegi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Hvassast verði undir Eyjafjöllum og í Öræfum.

Þá er rigningu spáð í flestum landshlutum en „þurrt að kalla vestan- og norðvestantil“. Seinni partinn dragi úr vindi og þá stytti upp sunnanlands. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast suðaustanlands.

Rigning og slydda

Á morgun er spáð norðan- og norðvestanátt 8-15 m/s, en hægari vestan til. „Rigning eða slydda á norðan- og austanverðu landinu en annars bjart með köflum,“ segir í hugleiðingunum.

Þar segir einnig að vindur verði minnkandi og að það dragi úr úrkomu seinnipartinn. Hiti breytist lítið.

Á mánudaginn er spáð stífri suðaustanátt með rigningu í flestum landshlutum. Úrkomuminna verður norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert