Rúmlega 13 milljarða kröfur

Húsnæði Skagans 3X er eign Grenja, stærsta kröfuhafans.
Húsnæði Skagans 3X er eign Grenja, stærsta kröfuhafans. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls er lýst kröf­um að fjár­hæð 13,2 millj­arðar króna í þrota­bú Skag­ans 3X á Akra­nesi, en fyr­ir­tækið var úr­sk­urðað gjaldþrota 4. júlí sl. Það var stjórn fé­lags­ins sem óskaði eft­ir skipt­un­um.

Stærst­ur hluti krafn­anna er al­menn­ar kröf­ur, en þær nema rúm­lega 9,3 millj­örðum króna. Stærstu kröfu­haf­arn­ir í þeim hópi eru fast­eigna­fé­lagið Grenj­ar ehf. á Akra­nesi, en Skag­inn 3X leigði hús­næði í eigu Grenja und­ir starf­sem­ina.

Alls lýsa Grenj­ar sjö kröf­um í þrota­búið og hljóða kröf­ur fé­lags­ins upp á rúm­lega 4,4 millj­arða. Grenj­ar voru áður eig­end­ur Skag­ans 3X.

For­gangs­kröf­ur sam­tals 880 millj­ón­ir

Tvö önn­ur fyr­ir­tæki lýsa háum al­menn­um kröf­um í þrota­búið, en það eru fær­eyska fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Varðin Pelagic P/​F sem ger­ir kröfu upp á liðlega 1,6 millj­arða og SFV11 Hold­ing sem hélt á eign­ar­hlut þýska fé­lags­ins Baader í Skag­an­um 3X sem keypti fé­lagið af Grenj­um árið 2021. Ger­ir SFV11 Hold­ing kröfu upp á ríf­lega 1,1 millj­arð.

Skipta­stjóri tek­ur ekki af­stöðu til al­mennra krafna í þrota­búið að sinni þar sem ljóst þykir að ekk­ert fá­ist greitt upp í þær.

Einu veðkröf­urn­ar í þrota­búið eru frá Íslands­banka sem ger­ir kröf­ur upp á rúm­lega 2,9 millj­arða sam­tals og er stærsta ein­staka krafa bank­ans að fjár­hæð 2,545 millj­arðar.

For­gangs­kröf­ur eru sam­tals liðlega 880 millj­ón­ir, en slík­um kröf­um að fjár­hæð rúm­lega 600 millj­ón­ir hef­ur verið hafnað að sinni.

Frek­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka