Sérsveitin og lögreglan veittu ökumanni eftirför

Sérsveit ríkislögreglustjóra reyndi að handama ökumanninn.
Sérsveit ríkislögreglustjóra reyndi að handama ökumanninn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veittu ökumanni á mótorhjóli eftirför í Mosfellsbæ seinnipartinn í dag og barst eltingaleikurinn um nokkrar götur í Holtahverfi. 

Mikil ferð var á mótorhjólinu, sem var ekið glannalega um götur og stíga þar sem töluvert af barnafóki býr, að því er heimildir mbl.is herma.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang, eins og jafnan er gert þegar mál sem þessi koma upp, en honum var skömmu síðar snúið við.

Ekki hefur náðst í lögregluna vegna málsins en samkvæmt heimildum mbl.is tókst að handsama ökumann mótorhjólsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert