Allsgáður við ofsaaksturinn

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í eftirförinni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í eftirförinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifhjólamaðurinn sem lögreglan veitti eftirför frá miðbænum að Mosfellsbæ síðdegis í gær er ekki grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis- eða vímuefna.

Þetta segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, aðspurð. 

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, er ekki í haldi lögreglunnar.

Maðurinn er ekki grunaður um að hafa verið undir áhrifum …
Maðurinn er ekki grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis- eða vímuefna við aksturinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

mbl.is greindi frá því í dag að hann hefði ekið á köfl­um á rúm­lega 200 km hraða á klst. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitarinnar við eftirförina.

Þá kom fram í dagbók lögreglu að maðurinn ætti yfir höfði sér kæru fyrir ýmis umferðarlagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert