Dyraverðirnir verða yfirheyrðir

Lögreglan handtók dyraverðina í nótt.
Lögreglan handtók dyraverðina í nótt. mbl.is/Ari

Mál dyravarðanna sem voru handteknir vegna gruns um alvarlega líkamsárás er í rannsókn og þeir verða yfirheyrðir.

Þetta segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að dyraverðir á skemmtistað hafi verið handteknir í nótt. Þá kom jafnframt fram að mörg vitni urðu að árásinni.

Aðspurð gat Þóra ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert