Grindavík og Svartsengi blikna í samanburði

Horft yfir síðasta eldgos við Sundhnúkagíga.
Horft yfir síðasta eldgos við Sundhnúkagíga. mbl.is/Árni Sæberg

Nýleg mynd sem gervitunglið Sentinel-2 tók af hraunbreiðunni við Sundhnúkagígaröðina sem hefur myndast síðustu mánuði setur stærð atburðanna í gott samhengi.

Þetta kemur fram í facebookfærslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

„Grindavík og innviðirnir í Svartsengi blikna í samanburði við hraunið. Bláa lónið þekur svæði sem nemur einungis litlum hluta af hrauntungunni sem ítrekað hefur runnið vestur með varnargarðinum við Svartsengi,“ segir í færslunni en myndin var tekin fyrir helgi.

Myndin af hraunbreiðunni setur stærð atburðanna í gott samhengi.
Myndin af hraunbreiðunni setur stærð atburðanna í gott samhengi. Ljósmynd/Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Fram kemur að myndin, sem var tekin fyrir helgi, varpi einnig skýru ljósi á það hvernig varnargarðarnir við Grindavík hafi verndað bæinn fyrir hraunflæði að norðan.

Sömuleiðis er minnst á hversu hraunið sem rann inn fyrir bæjarmörkn í janúar sé agnarsmátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert