Gul viðvörun í gildi á morgun

Gul veðurviðvörun verður í gildi í dag.
Gul veðurviðvörun verður í gildi í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland og Miðhálendi á morgun. 

Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þar segir að klukkan 12 taki í gildi gul veðurviðvörun á Suðurlandi sem gildir til klukkan 18.

Spáð er austan og suðaustan 15-23 m/s og að hvassast verði undir Eyjafjöllum og í Selvogi með vindhviðum allt að 35-40 m/s. Varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum, segir á vefnum.

Ekkert ferðaveður

Á Miðhálendinu verður gul viðvörun í gildi frá klukkan 13 til klukkan 22 annað kvöld.

Spáð er austan og suðaustan 18-23 m/s en hvassast við fjöll. Þá sé ekkert ferðaveður, segir á vefsíðunni.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert