Mannréttindajóga á Austurvelli

Eva Einarsdóttir leiddi að lokinni myndatöku mannréttindajóga.
Eva Einarsdóttir leiddi að lokinni myndatöku mannréttindajóga. Ljósmynd/Aðsend

Stuðningsaðgerð og mannréttindajóga voru haldin í gær á Austurvelli á vegum Íslandsdeildar Amnesty International, en um helgina eru 50 ár liðin frá stofnun deildarinnar.

Var viðburðurinn haldinn til stuðnings Manahel al-Otaibi, líkamsræktarkennara og baráttukonu, sem er í fangelsi fyrir að styðja kvenréttindi, að því er segir í tilkynningu Amnesty.

Þar segir að hún hafi birt mynd af sér í klæðaburði sem stjórnvöld þóttu ekki viðeigandi og hafi verið dæmd í 11 ára fangelsi og hafi sætt pyndingum og einangrunarvist í fangelsi.

„Þátttakendur söfnuðust saman á Austurvelli og var byrjað á því að taka hópmynd þar sem haldið var á andlitsmynd af Manahel til sýna henni samstöðu. Manahel hefur mikinn áhuga á alls konar líkamsrækt og því þótti tilvalið að bjóða upp á jóga til að vekja athygli á máli hennar,“ segir í tilkynningu.

Ljósmynd/Aðsend

Leiddi mannréttindajóga

Eva Einarsdóttir leiddi að lokinni myndatöku mannréttindajóga en hún er bæði formaður Íslandsdeildar Amnesty International og jógakennari.

Klukkan 14 í dag verða veisluhöld og skrúðganga en safnast verður saman við Hallgrímskirkju klukkan 14 og verður endað í Iðnó. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í gulu í gönguna.

„Í Iðnó verður boðið upp á léttar veitingar og skemmtidagskrá frá 15-17 sem Björk Guðmundsdóttir leikkona og grínisti stýrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert