Hífðu mann upp úr gili í Skaftafelli

Þyrlan er á leiðinni á vettvang.
Þyrlan er á leiðinni á vettvang. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er á leiðinni að sækja slasaðan mann í Skafta­fell.

Þor­steinn Matth­ías Krist­ins­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, seg­ir þyrluna á leiðinni sem og aðra viðbragðsaðila.

Þor­steinn seg­ir að maður­inn hafi fallið niður hæð en meira geti hann ekki sagt að svo stöddu.

Upp­fært klukk­an 15.43:

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, að maður­inn hafi fallið í gil. Það sé búið að ná hon­um úr gil­inu og hann virðist ekki hafa slasast illa.

Hann seg­ir að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sé kom­in á vett­vang.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar Kári í Öræf­um og Kynd­ill á Kirkju­bæj­arklaustri tóku þátt í aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert