Vetrarfærð en styttir upp síðdegis

Ferðamenn sem höfðu farið út af veginum, nálægt Mývatni í …
Ferðamenn sem höfðu farið út af veginum, nálægt Mývatni í gær. Ljósmynd/Aðsend

Vegagerðin vekur athygli á því að vetrarfærð sé á Norðausturlandi og Austurlandi. Þar séu flestir vegir ekki færir nema fyrir vetrarbúna bíla.

Í dag verður norðan- og norðvestanátt, 5-10 m/s, en 10-15 m/s á landinu austanverðu fram yfir hádegi, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Það verður skýjað og rigning eða slydda norðaustanlands og verður jafnvel snjókoma inn til landsins. Spáð er að það stytti upp síðdegis.

Í öðrum landshlutum verður yfirleitt bjart. Lægir í kvöld. Hiti á bilinu 3 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.

Vaxandi austanátt

Á morgun verður vaxandi austanátt og fer þá að rigna, fyrst sunnanlands.

Seinni part dags verð austan- og suðaustanátt 10-18 m/s, og rignir í flestum landshlutum. Úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig.

Á þriðjudag snýst í suðvestanátt 5-13 m/s með dálítilli vætu en þurrt að kalla austantil.

„Vaxandi austanátt með rigningu um mest allt land um kvöldið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir austan,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert