Beiðni um frestun kom innan úr ríkisstjórninni

Beiðni um frestun brottflutnings Yazans Tamimi kom innan úr ríkisstjórninni.
Beiðni um frestun brottflutnings Yazans Tamimi kom innan úr ríkisstjórninni. Samsett mynd

Beiðni kom inn­an úr rík­is­stjórn­inni um að frek­ara sam­tal yrði um brott­flutn­ing Yaz­ans Tamimi áður en hann yrði flutt­ur úr landi. Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra varð við þeirri beiðni.

Það er ástæðan fyr­ir því að palestínski dreng­ur­inn, sem er ell­efu ára og með vöðva­hrörn­un­ar­sjúk­dóm, var ekki flutt­ur úr landi í morg­un. 

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is. 

Hætt við brott­för í morg­un

Íslensk yf­ir­völd sóttu Yaz­an seint í gær­kvöldi í Rjóðrið, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn, þar sem hann lá sof­andi.

Var hann flutt­ur upp á Kefla­vík­ur­flug­völl þar sem fljúga átti með hann á brott í morg­un.

Áður en að því kom ákvað ráðherr­ann að bíða skyldi með brott­vís­un­ina, eft­ir að beiðni um slíkt kom inn­an úr rík­is­stjórn­inni.

Yaz­an mun nú vera kom­inn á Barna­spítala Hrings­ins, eft­ir næt­ur­langa dvöl í Leifs­stöð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert