Beiðni um frestun kom innan úr ríkisstjórninni

Beiðni um frestun brottflutnings Yazans Tamimi kom innan úr ríkisstjórninni.
Beiðni um frestun brottflutnings Yazans Tamimi kom innan úr ríkisstjórninni. Samsett mynd

Beiðni kom innan úr ríkisstjórninni um að frekara samtal yrði um brottflutning Yazans Tamimi áður en hann yrði fluttur úr landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra varð við þeirri beiðni.

Það er ástæðan fyrir því að palestínski drengurinn, sem er ellefu ára og með vöðvahrörnunarsjúkdóm, var ekki fluttur úr landi í morgun. 

Þetta herma heimildir mbl.is. 

Hætt við brottför í morgun

Íslensk yf­ir­völd sóttu Yazan seint í gærkvöldi í Rjóðrið, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn, þar sem hann lá sof­andi.

Var hann fluttur upp á Keflavíkurflugvöll þar sem fljúga átti með hann á brott í morgun.

Áður en að því kom ákvað ráðherrann að bíða skyldi með brottvísunina, eftir að beiðni um slíkt kom innan úr ríkisstjórninni.

Yazan mun nú vera kominn á Barnaspítala Hringsins, eftir næturlanga dvöl í Leifsstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert