Eyvindur og Eiríkur metnir hæfastir

Eyvindur G. Gunnarsson og Eiríkur Elís Þorláksson.
Eyvindur G. Gunnarsson og Eiríkur Elís Þorláksson. Samsett mynd

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor séu hæfastir umsækjenda til að hljóta setningu í embættið.

Dómnefndin hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra, að því er segir á vef dómsmálaráðuneytisins. 

Dómnefndina skipuðu: Sigurður Tómas Magnússon formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert