Faðir stúlkunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lögregla á vettvangi í dag í ómerktri lögreglubifreið nærri Vatnsskarði …
Lögregla á vettvangi í dag í ómerktri lögreglubifreið nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður er grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður­inn sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 24. sept­em­ber. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Íslensk­ur karl­maður á fimm­tugs­aldri var í dag í Héraðsdómi Reykja­ness úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til þriðju­dags­ins 24. sept­em­ber að kröfu Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á and­láti ungr­ar stúlku um kvöld­mat­ar­leytið í gær­kvöld. Maður­inn er faðir áður­nefndr­ar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Var í byrj­un óljós um at­vik og staðsetn­ingu

Þá kem­ur fram að maður­inn hafi sjálf­ur hringt í neyðarlín­una til að kom­ast í sam­band við lög­reglu.

„Hann var í byrj­un óljós um bæði at­vik og staðsetn­ingu. Eft­ir nokkra stund fékkst skýr­ari mynd af mál­inu og þá um leið voru viðbragðsaðilar send­ir á staðinn, sem reynd­ist vera í hraun­inu gegnt Vatns­skarðsnámu við Krýsu­vík­ur­veg.

Þar var maður­inn hand­tek­inn á sama tíma og leitað var að stúlk­unni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafn­ar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir, en þær báru því miður ekki ár­ang­ur og var stúlk­an úr­sk­urðuð lát­in á vett­vangi.“

Loks seg­ir að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafi notið aðstoðar sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra við aðgerðina.

Áður kom­ist í kast við lög­in

Maður­inn sem um ræðir er 45 ára en hann hef­ur áður kom­ist í kast við lög­in.

Fyr­ir nær tveim­ur ára­tug­um var hann dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára fang­elsi fyr­ir inn­flutn­ing á um­tals­verðu magni harðra fíkni­efna.

Rúm­um ára­tugi síðar var maður­inn aft­ur dæmd­ur fyr­ir fíkni­efna­laga­brot, þá fyr­ir að hafa haft í vörslu sinni nokkuð magn af kanna­bis­plönt­um og maríjú­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert