Feðginin áttu í eðlilegum samskiptum

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.
Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Eyþór Árnason

„Það er ekk­ert sem bend­ir til ann­ars en að þau hafi verið í eðli­leg­um sam­skipt­um þenn­an dag og hann hafði heim­ild til þess að vera með dótt­ur sinni,“ seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, um mann­inn sem er nú í haldi lög­reglu grunaður um að hafa banað 10 ára dótt­ur sinni í gær­kvöldi.

Spurður hvort að málið teng­ist for­sjár­deil­um og hvort að maður­inn hafi haft for­sjá með dótt­ur­inni seg­ir Grím­ur:

„Ég kann ekki al­veg að segja þér frá því hvort hann hafi haft for­sjá eða sam­eig­in­lega for­sjá en ég hygg að svo sé ekki, ég held að móðirin hafi haft for­sjána. Hins veg­ar hafði hann um­gengn­is­rétt við barnið.“

Þá seg­ir hann að ekk­ert bendi til þess að faðir­inn hafi numið stúlk­una á brott.

Tók tíma að staðsetja mann­inn

Spurður út í at­b­urðarás gær­kvölds­ins seg­ir Grím­ur: 

„Upp úr klukk­an sex í gær­kvöldi feng­um við til­kynn­ingu frá manni sem að hringdi til okk­ar og sagðist hafa banað dótt­ur sinni. Það var dá­lítið óljóst [...] hvar hann væri ná­kvæm­lega þannig það tók dá­lít­inn tíma að fá hann til að segja það al­menni­lega og staðsetja það.“

Hann bæt­ir við að þegar þær upp­lýs­ing­ar hafi loks feng­ist hafi maður­inn fund­ist fljót­lega og verið hand­tek­inn af sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra. Það var í hraun­inu gegnt Vatns­skarðsnámu við Krýsu­vík­ur­veg.

„Þeir héldu svo áfram að ein­hverju leyti sam­kvæmt ábend­ingu frá hon­um og fundu stúlk­una látna úti í hraun­inu,“ seg­ir Grím­ur en aðspurður seg­ir hann að hún hafi fund­ist nokk­urn spöl frá staðnum þar sem maður­inn var hand­tek­inn.

Var ekki und­ir áhrif­um

Þá seg­ir hann að ástæðan fyr­ir því að tíma tók að staðsetja mann­inn hafi ekki verið ósam­vinnuþýði af hans hálfu held­ur frek­ar að hann hafi ekki al­menni­lega áttað sig á því hvar hann væri stadd­ur.

Spurður hvort hann hafi þá verið und­ir áhrif­um eða í and­legu ójafn­vægi seg­ir Grím­ur:

„Nei hann virt­ist ekki vera und­ir áhrif­um efna eða áfeng­is og ekk­ert í miklu ójafn­vægi.“

Grím­ur seg­ir að málið sé sem stend­ur aðeins rann­sakað sem mann­dráp en ít­rek­ar að annað geti komið í ljós síðar.

Krufn­ing fer fram í vik­unni

„Á þessu stigi erum við með til rann­sókn­ar mann­dráp en það get­ur orðið breyt­ing á svona rann­sókn­um.

Það geta komið upp­lýs­ing­ar fram sem benda til ein­hvers ann­ars en bú­ist var við í upp­hafi og í svona rann­sókn­um er afar mik­il­vægt að lög­reglu­menn sem að henni koma geri það með opn­um hug og hugsi vítt,“ seg­ir Grím­ur.

Hann get­ur ekki gefið upp hvort talið sé að um sé að ræða vilja­verk eða hvort vopni hafi verið beitt.

„Nú er það þannig að það fer fram krufn­ing í vik­unni og í fram­haldi af því mun­um við fá bráðabirgðaniður­stöðu um dánar­or­sök. Hvort við mun­um upp­lýsa um hver hún er verður bara að koma í ljós,“ seg­ir Grím­ur.

Hef­ur ekki tjáð sig mikið í yf­ir­heyrsl­um

Eins og áður seg­ir til­kynnti maður­inn brotið sjálf­ur til lög­reglu en Grím­ur vill ekki gefa upp hvort að form­leg játn­ing hafi komið fram í yf­ir­heyrsl­um í dag.

„Hann hef­ur ekki tjáð sig mjög mikið en ég vil ekki fara út í hvað hef­ur komið fram í yf­ir­heyrsl­un­um að öðru leyti,“ seg­ir Grím­ur.

Þá seg­ir hann aðspurður að gerð hafi verið hús­leit í hús­næði sem maður­inn hef­ur aðgang að í dag sem og leitað í bíl hans sem fannst á vett­vangi.

Loks seg­ir hann að maður­inn hafi ekki áður kom­ist í kast við lög­in vegna of­beld­is­verka og að hann viti ekki til þess að barna­vernd hafi áður haft af­skipti af hon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert