Gróðursettu runna og vígðu plokkvesti

Plokkfélag FÁ vígði ný vesti í tilefni dagsins.
Plokkfélag FÁ vígði ný vesti í tilefni dagsins. Ljósmynd/Aðsend

Nemendur og starfsfólk við Fjölbrautaskólann við Ármúla héldu í dag upp á dag íslenskrar náttúru með því að gróðursetja fimm rifsberjarunna en var það gert í samstarfi við leikskólann Múlaborg og hjálpuðu leikskólabörnin til við gróðursetninguna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÁ en í henni segir:

„Sameiginleg athöfn skólanna tveggja var haldin á skólalóð FÁ og sungu börn á elstu deild leikskólans þrjú falleg umhverfislög fyrir alla viðstadda. Þá voru vígð ný endurskinsvesti sem tilheyra Plokkfélagi FÁ.

Unnar Þór Bachmann, formaður Plokkfélagsins fékk þann heiður að máta fyrsta vesti félagsins. Í kjölfarið munu allir nemendur og starfsfólk skólans geta nýtt vestin við plokkun í nágrenni skólans.“

Þá segir að vonir standa til að nemendur bæði framhaldsskólans og leikskólans geti notið' berjanna sem á runnunum munu vaxa um ókomna tíð.

Leikskólanemar aðstoðuðu við gróðursetninguna.
Leikskólanemar aðstoðuðu við gróðursetninguna. Ljósmynd/Aðsend
Vonir standa til að hægt verði að njóta berjanna um …
Vonir standa til að hægt verði að njóta berjanna um ókomna tíð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert