Grunaður um að hafa myrt stúlku á grunnskólaaldri

Lögreglubíll á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður …
Lögreglubíll á vettvangi nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. Karlmaður er grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður var hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg í gær. Hann er grunaður um að hafa myrt stúlku á grunn­skóla­aldri.

Lög­regla er nú að störf­um á vett­vangi við Sveiflu­háls, norðan Kleif­ar­vatns.

Sam­kvæmt heim­ild­um Rík­is­út­varps­ins hringdi maður­inn sjálf­ur á lög­reglu í gær og mun fórn­ar­lambið einnig hafa fund­ist á vett­vangi.

Mikl­ar lög­regluaðgerðir voru þar fram eft­ir kvöldi í gær.

Fengu veður af mál­inu um kvöld­mat­ar­leytið

Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn staðfest­ir við mbl.is að maður sé í haldi, grunaður um aðild að mál­inu. Seg­ir hann lög­reglu hafa haft veður af mál­inu um kvöld­mat­ar­leytið í gær­kvöldi.

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að rann­sókn máls­ins sé á frum­stigi. Frek­ari upp­lýs­ing­ar verði ekki veitt­ar að svo stöddu.

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert