Guðmundur bað um að brottvísun Yazans yrði stöðvuð

Guðmundur bað um að brottflutningurinn yrði stöðvaður.
Guðmundur bað um að brottflutningurinn yrði stöðvaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, bað um að brottflutningur Yazans Tamimi til Spánar yrði stöðvaður svo hægt væri að ræða málið í ríkisstjórn. 

Þetta staðfestir Guðmundur í samtali við mbl.is. 

Áður hafði mbl.is greint frá því samkvæmt heimildum að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottvísun Yazans að sinni, eftir að beiðni þess efnis hafði borist innan úr ríkisstjórninni.

Ekki er ljóst hvort að Guðmundur hafi sjálfur haft samband við Guðrúnu. 

Var sóttur í gærkvöldi

Íslensk yf­ir­völd sóttu Yaz­an seint í gær­kvöldi í Rjóðrið, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn, þar sem hann lá sof­andi.

Var hann flutt­ur upp á Kefla­vík­ur­flug­völl þar sem fljúga átti með hann á brott í morg­un.

Áður en að því kom ákvað ráðherr­ann að bíða skyldi með brott­vís­un­ina eins og áður sagði.

Yaz­an er nú kom­inn upp á Barna­spítala Hrings­ins, eft­ir næt­ur­langa dvöl í Leifs­stöð.

Kærunefnd vísað málinu frá

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála vísaði máli palestínska drengs­ins end­an­lega frá í júní eft­ir að fjöl­skyld­an hafði sótt um alþjóðlega vernd við kom­una til lands­ins í fyrra.

Yaz­an og for­eldr­ar hans milli­lentu á Spáni á leið sinni til Íslands, en þurftu vegna verk­falls að yf­ir­gefa flug­völl­inn sem hafði þær af­leiðing­ar að þar með þurftu þau að skrá sig inn í landið og brott­vís­un­ar­á­kvæði Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar urðu virk.

Á grund­velli henn­ar er ís­lensk­um stjórn­völd­um því kleift að vísa fjöl­skyld­unni úr landi án þess að Útlend­inga­stofn­un taki mál henn­ar til efn­is­legr­ar meðferðar og hef­ur kær­u­nefnd­in staðfest að Yas­an og for­eldr­um hans skuli vísað úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert