Myndskeið: Hávær mótmæli óma um Leifsstöð

Skjáskot úr myndskeiði af mótmælunum í Leifsstöð, sem blaðamaður mbl.is …
Skjáskot úr myndskeiði af mótmælunum í Leifsstöð, sem blaðamaður mbl.is tók á vettvangi. mbl.is/Iðunn

Há­vær mót­mæli óma nú um Leifs­stöð vegna fyr­ir­hugaðrar brott­vís­un­ar palestínska drengs­ins Yaz­ans Tamimi, sem vak­inn var á barna­spítal­an­um fyr­ir miðnætti og flutt­ur á brott.

„Yaz­an á heima hér!“ heyr­ast mót­mæl­end­ur hrópa auk þess sem barið er á tromm­ur í brott­far­ar­sal flug­stöðvar­inn­ar.

Blaðamaður mbl.is er á vett­vangi og hef­ur rætt við mót­mæl­end­ur, sem ofbýður fram­ferði ís­lenskra stjórn­valda.

Forkast­an­leg vinnu­brögð

Lögmaður Yaz­ans, Al­bert Björn Lúðvígs­son, seg­ir lög­reglu ekki hafa veitt sér upp­lýs­ing­ar um brott­vís­un skjól­stæðings síns.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann vinnu­brögðin forkast­an­leg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert