Segir hið ómögulega hafa gerst

Frá Keflavíkurflugvelli í nótt.
Frá Keflavíkurflugvelli í nótt. Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur fólks er sam­an­kom­inn í Leifs­stöð á Kefla­vík­ur­flug­velli til að mót­mæla aðgerðum stjórn­valda, þar sem til stend­ur að vísa palestínska drengn­um Yaz­an Tamimi og fjöl­skyldu hans úr landi.

Yaz­an er með vöðva­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­inn Duchenne og var vak­inn á spít­al­an­um fyr­ir miðnætti.

Sól­veig Arn­ars­dótt­ir leik­kona er ein þeirra sem mót­mæla aðgerðum stjórn­valda nú í nótt.

„Þrátt fyr­ir að við öll hefðum haft trú á því að þetta gæti ekki gerst þá gerðist hið ómögu­lega núna rétt fyr­ir miðnætti á sunnu­degi, að lög­regl­an fór inn á barna­spítala og tók þar – vakti upp þenn­an dreng sem er bund­inn hjóla­stól, er al­var­lega veik­ur, bæði and­lega og lík­am­lega, og svo er hann flutt­ur hingað á öðru hundraðinu og verið að fara með hann úr landi,“ seg­ir Sól­veig í sam­tali við mbl.is á Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Þess vegna erum við hér.“

Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Sólveig Arnarsdóttir eru á meðal þeirra sem …
Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir og Sól­veig Arn­ars­dótt­ir eru á meðal þeirra sem mót­mæla í Leifs­stöð. mbl.is/​Iðunn

Líður rosa­lega illa

Bergþóra Snæ­björns­dótt­ir rit­höf­und­ur er einnig í Leifs­stöð og tek­ur í sama streng.

„Við erum að sýna sam­stöðu og reyna að vera ná­lægt þeim. Yaz­an líður rosa­lega illa. Sím­arn­ir eru tekn­ir af for­eldr­un­um strax og þau fá ekki að hafa sam­band við rétt­inda­gæslu, það er ekki haft sam­band við lög­fræðing. Þau fá eitt sím­tal í lög­fræðing og þau eru nátt­úr­lega bara í miklu upp­námi,“ seg­ir hún.

Lögmaður Yaz­ans, Al­bert Björn Lúðvígs­son, seg­ist ekki hafa fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar frá lög­reglu og raun­ar aðeins frétt af brott­vís­un skjól­stæðings síns eft­ir að starfs­fólk spít­al­ans hafði sam­band við rétt­inda­gæslu­mann fatlaðra.

Bergþóra bend­ir á að aðeins fimm dag­ar séu þar til spænsk yf­ir­völd beri ekki leng­ur laga­lega ábyrgð gagn­vart fjöl­skyld­unni, þar sem þá hafi hún dvalið nægi­lega lengi á Íslandi sam­kvæmt skil­grein­ingu gild­andi laga.

„Og það er aug­ljóst að það er verið að nota hann sem póli­tískt peð til að sýna ákveðna stefnu í út­lend­inga­mál­um og inn­flytj­enda­mál­um sem er bara mann­vonska, bara illska,“ seg­ir Bergþóra.

Hvað er hand­an lín­unn­ar?

„Maður velt­ir raun­veru­lega fyr­ir sér,“ seg­ir Sól­veig, „ef við ger­um þetta, hvað er þá hand­an þess­ar­ar línu. Eina sem manni dett­ur í hug væri að taka for­eldra­laust tveggja ára barn og senda það úr landi. Maður hugs­ar – ef þú tek­ur fatlað barn frá Palestínu, þú ryðst inn á eða bara ferð inn á barna­spítala, vek­ur hann um miðja nótt, og það er ekki einu sinni rétt­inda­gæslumaður fatlaðra með hon­um.“

Var viðkom­andi ekki lát­inn vita?

„Nei, hún var ekki lát­in vita, sem er skýrt brot á regl­um og vinnu­ferl­um. Þannig að þetta er eins harðneskju­legt og hægt er. Allt til þess að gefa út þessa yf­ir­lýs­ingu – það er bara verið að sýna, hér er lín­an og eins og ég segi, ég hef ekki hug­mynda­flug í að vita hvað gæti verið hand­an þess­ar­ar línu,“ seg­ir Sól­veig.

„Líf hans er á þess­ari stundu á ábyrgð Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra,“ seg­ir Bergþóra.

„Hún ber ein­fald­lega ábyrgð á lífi Yaz­ans Tamimi,“ seg­ir Sól­veig.

Tíma­setn­ing­in eng­in til­vilj­un

Þetta val á tíma­setn­ingu, hvað hafið þið að segja um það?

„Það á bara að gera þetta í skjóli næt­ur, til að reyna að kom­ast hjá allri at­hygli sem hægt er,“ seg­ir Bergþóra.

„Ég meina, miðnætti á sunnu­degi, það er bara aldrei sá tími í ver­öld­inni sem fleira fólk er sof­andi held­ur en akkúrat þá,“ seg­ir Sól­veig.

„Tíma­setn­ing­in er eng­in til­vilj­un, svo sann­ar­lega ekki.“

Þær segja að til standi að fljúga með dreng­inn úr landi klukk­an 8.25 að morgni.

„Þannig að núna sit­ur Yaz­an hrædd­ur með fjöl­skyld­unni sinni, með mömmu sinni og pabba sín­um, í litlu her­bergi hérna í klefa með plast­hús­gögn­um og veit ekk­ert hvað bíður sín og það er á ábyrgð Íslands,“ seg­ir Bergþóra.

Öll orðlaus

Þær segja að nú sé tím­inn til að fólk láti í sér heyra um þessi mál.

„Við höf­um heyrt hvernig orðræðan er að breyt­ast og verða harðari og harðari og það er óhugn­an­legt að fylgj­ast með mál­flutn­ingi, sér­stak­lega Sjálf­stæðis­flokks, Miðflokks og svo sem annarra líka í út­lend­inga­mál­um,“ seg­ir Sól­veig.

„Að þau skyldu samt ganga svona langt, fimm dög­um áður en að dreng­ur­inn hefði átt rétt á því að vera bara hér. Við erum öll eig­in­lega bara orðlaus.“

Spurðar út í aðkomu eða aðkomu­leysi ráðherra í rík­is­stjórn segja þær:

„Það er ekki hægt að segja bara já, við erum hérna með bara ein­hverj­ar stór­feng­leg­ar stofn­an­ir og þær gerðu allt rétt. Það er í fyrsta lagi ekki rétt hjá þeim, Dyfl­inn­arsátt­mál­inn er á eng­an hátt bind­andi og það er hann sem er verið að nota núna,“ seg­ir Sól­veig.

„Fyr­ir utan það að dóms­málaráðherra, barna­málaráðherra og fé­lags­málaráðherra geta auðvitað svo sann­ar­lega beitt sér. Þó ekki væri nema með því að segja: Heyrðu, ég ætla bara að stíga hér upp af því að ég er bara mann­eskja og við ætl­um að sýna hér sam­líðan og sam­kennd.“

Seg­ir lög­reglu brjóta eig­in vinnu­regl­ur

Bergþóra held­ur áfram:

„Þetta er svo aug­ljóst, það eru ekki vinnu­regl­ur lög­regl­unn­ar að sækja fólk inn á spít­ala til að vísa því á brott. Hér er verið að brjóta þá vinnu­reglu sem virðist vera til þess að moka þessu barni út og það er af því að það er póli­tískt.

Annað hvort er bara lög­regl­an skyndi­lega að missa vitið og brjóta sín­ar eig­in vinnu­regl­ur, sem við höfðum ekki haft neina til­finn­ingu fyr­ir að stæði til, eða þá að þetta er bein skip­un úr ráðuneyt­inu. Þannig að það er verið að skipta sér af ein­stök­um mál­um,“ seg­ir hún.

Bergþóra rifjar upp mál Mohamads Kourani, sem fékk breyt­ingu nafns síns samþykkta af Þjóðskrá.

„Við sáum það í máli Sýr­lend­ings­ins sem breytti um nafn. Þá var allt í einu hægt að hafa sam­band og skipta sér af, og senda fyr­ir­spurn á Þjóðskrá. Þannig að þetta er bara þvaður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert