Skjálfta varð vart í byggð

Skjálftans varð vart í byggð.
Skjálftans varð vart í byggð. Kort/Veðurstofa Íslands

Jörð skalf rétt norðan við Hofsós í Brekknafjalli um kl. 18:11 í kvöld. Skjálftinn mældist 3,1 á stærð og varð hans vart í byggð. 

Samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands hafa engir eftirskjálftar orðið í kjölfar skjálftans. 

Þá segir einnig að skjálftavirkni á Tröllaskaga sé nokkuð algeng, en þó mælist skjálftar á svæðinu sjaldan á vesturhluta skagans. Skjálfti af sambærilegri stærð mældist síðast norðar á Tröllaskaga í Flókadal í apríl í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert