Útboðið fengið góðar viðtökur

Borholur við Hellisheiðarvirkjun. Næsta áratuginn hyggst Orkuveitan bæta að minnsta …
Borholur við Hellisheiðarvirkjun. Næsta áratuginn hyggst Orkuveitan bæta að minnsta kosti 400 MW af varmaorku við framboð sitt. mbl.is/Golli

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar segir bæði erlenda og innlenda aðila hafa sýnt risaútboði félagsins áhuga en stefnt er að því að bora allt að 35 holur til að meta hvar mætti framleiða heitt vatn og raforku.

Að mati sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við gæti heildarkostnaður verkefnisins verið á bilinu 15 til 18 milljarðar króna.

Ný lausn þar sem magnesíum er fellt úr vatni af háhitasvæðum ætti að auka getu Orkuveitunnar til að skaffa heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu um 30% en á næstu tíu árum þarf félagið að auka varmaorkuframboð sitt um 400 MW.

Dýrara verður að nýta jarðhitasvæði framtíðarinnar því þegar er búið að virkja hagkvæmustu reitina.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert