Vakinn, klæddur og fluttur upp á flugvöll

Barnaspítali Hringsins. Þangað hefur Yazan nú verið fluttur.
Barnaspítali Hringsins. Þangað hefur Yazan nú verið fluttur. mbl.is/Karítas

Rétt fyr­ir klukk­an 23 í gær­kvöldi mætti sjö til átta manna hóp­ur, sem sam­an­stóð af lög­reglu­mönn­um og starfs­mönn­um hins op­in­bera ásamt túlki, til að sækja ell­efu ára palestínska dreng­inn Yaz­an Tamimi í Rjóðrið.

Alls tók aðgerðin um 40 mín­út­ur.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Mun hóp­ur­inn hafa mætt í Rjóðrið, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn, þar sem lög­regl­an upp­lýsti heil­brigðis­starfs­menn um er­indi sitt og fór svo og vakti Yaz­an.

Fór á hjóla­stól í bíl og svo skutlað í burtu

Eft­ir að Yaz­an var vak­inn þurfti hann svo að klæða sig í föt.

„Og svo fer hann bara í hjóla­stóln­um sín­um í bíl sem var lagt fyr­ir utan og gat tekið við hjóla­stól­um. Hon­um var ekið í burtu rétt fyr­ir miðnætti,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn, sem tel­ur lækni hafa fylgt Yaz­an frá upp­hafi til enda, en þó ekki á veg­um Land­spít­al­ans.

Yaz­an er með Duchenne-vöðva­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­inn.

Aft­ur á leiðinni á Land­spít­al­ann

Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar að svo stöddu um hvort að fjöl­skylda Yaz­ans hafi verið með hon­um á spít­al­an­um er náð var í hann.

Al­bert Björn Lúðvígs­son, lögmaður Yaz­ans, seg­ist hafa rætt við for­eldra drengs­ins. Yaz­an er nú kom­inn á Barna­spítala Hrings­ins sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Upp­haf­lega átti Yaz­an að fara ásamt fjöl­skyldu sinni með flugi úr landi fyrr í morg­un, eða kl. 8.25 til Barcelona að því er talið er.

Heim­ild­ir mbl.is herma að Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra hafi fyr­ir­skipað að hætt yrði flutn­ing Yaz­ans úr landi, eft­ir að beiðni þess efn­is kom inn­an úr rík­is­stjórn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert