Yazan á leið upp á spítala aftur

Yazan er nú sagður á leið á spítala aftur.
Yazan er nú sagður á leið á spítala aftur. Samsett mynd

Al­bert Björn Lúðvígs­son, lögmaður ell­efu ára palestínska drengs­ins Yaz­ans Tamimi, seg­ist hafa rætt við for­eldra drengs­ins. Fjöl­skyld­an sé nú á leið frá Kefla­vík­ur­flug­velli og á spít­ala í Reykja­vík. 

Hann seg­ir fregn­irn­ar þó óstaðfest­ar.

Hann seg­ir að hann hafi enn ekki fengið að ræða við fjöl­skyld­una með aðstoð túlks og að lög­regl­an hafi ekki enn veitt hon­um upp­lýs­ing­ar um aðgerðirn­ar í nótt.

Vöktu Yaz­an á spít­al­an­um

Íslensk yf­ir­völd vöktu Yaz­an seint í gær­kvöldi þar sem hann lá á sjúkra­rúmi í Rjóðrinu, hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­ala fyr­ir lang­veik fötluð börn.

Var hann flutt­ur upp á Leifs­stöð þar sem til stóð að vísa hon­um úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni.

Yaz­an er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Duchenne.

Lög­regla upp­lýsti Al­bert ekki um brott­vís­un­ina og hef­ur Al­bert aðeins fengið að ræða tak­markað við um­bjóðend­ur sína og aldrei með aðstoð túlks. Frétti hann af brott­vís­un­inni í gegn­um rétt­inda­gæslu­mann fatlaðra en starfs­fólk spít­al­ans hafði upp­lýst hann um aðgerðir yf­ir­valda.

Að sögn Al­berts segja for­eldr­arn­ir nú að Yaz­an sé á leið í Rjóðrið aft­ur.

Engu barni bjóðandi

Al­bert kveðst eng­ar skýr­ing­ar hafa fengið á aðgerðunum í gær­kvöldi og nótt. Ger­ir hann ráð fyr­ir að fá skýr­ing­ar á því í dag eða í vik­unni.

Seg­ir hann mark­miðið sitt í dag að sjá til þess að ekki verði af brott­vís­un­inni.

„Það kem­ur að því að ein­hverj­ir þurfi að út­skýra hvers vegna ell­efu ára gam­all dreng­ur var vak­inn og lát­inn sitja í lokuðu her­bergi um miðja nótt í Leifs­stöð við aðstæður sem eru engu barni bjóðandi,“ seg­ir Al­bert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert