12 manndráp á tveimur árum

Frá vettvangi i gær.
Frá vettvangi i gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hand­tók í fyrra­kvöld mann sem til­kynnti sjálf­ur að hann hefði banað dótt­ur sinni á grunn­skóla­aldri. Var maður­inn þá stadd­ur í hraun­inu gegnt Vatns­skarðsnámu við Krýsu­vík­ur­veg.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, sagði við mbl.is í gær að maður­inn hefði veit lög­reglu­mönn­um ábend­ingu um hvar lík stúlk­unn­ar væri að finna og fannst hún lát­in nokk­urn spöl frá þeim stað þar sem faðir­inn var hand­tek­inn.

Virt­ist ekki und­ir áhrif­um 

Að sögn Gríms hafði faðir­inn um­gengn­is­rétt við dótt­ur sína og ekk­ert benti til ann­ars en að þau hefðu átt í eðli­leg­um sam­skipt­um þenn­an dag. Þá hefði maður­inn ekki virst vera und­ir áhrif­um áfeng­is eða vímu­efna og ekki í miklu ójafn­vægi.

Lög­reglu­menn voru að störf­um á vett­vangi í gær við rann­sókn máls­ins, og sagði Grím­ur að á þessu stigi væri málið rann­sakað sem mann­dráp, en að breyt­ing gæti orðið þar á eft­ir því sem rann­sókn máls­ins fleygði fram. Stúlk­an verður kruf­in í vik­unni og verður þá lögð fram bráðabirgðaniðurstaða um dánar­or­sök.

Grím­ur sagði í gær að maður­inn hefði ekki tjáð sig mikið í yf­ir­heyrsl­um, og að hús­leit hefði verið gerð í hús­næði sem hann hefði aðgang að. Þá hefði maður­inn ekki kom­ist í kast við lög­in vegna of­beld­is­mála.

Lögreglumenn voru að störfum á vettvangi í gær við rannsókn …
Lög­reglu­menn voru að störf­um á vett­vangi í gær við rann­sókn máls­ins, og sagði Grím­ur að á þessu stigi væri málið rann­sakað sem mann­dráp. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vek­ur ugg í sam­fé­lag­inu

Um er að ræða tólfta mann­drápið í ell­efu mis­mun­andi mann­dráps­mál­um sem komið hafa upp frá því í janú­ar 2023. Þá er þetta sjötta mann­dráps­málið á þessu ári, og hafa aldrei fleiri slík komið upp á einu ári frá síðustu alda­mót­um.

Helgi Gunn­laugs­son af­brota­fræðing­ur seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að mál sem þessi snerti sam­fé­lög eins og á Íslandi mjög djúpt. Þá verði fólki hverft við þegar mál af þessu tagi koma í kjöl­far mik­ill­ar umræðu um of­beldi og hnífa­b­urð.

Hann seg­ir einnig að mann­dráps­mál hafi áður komið í hrin­um hér á landi, og að hann eigi frek­ar von á því að mann­dráp­stíðnin muni aft­ur leita niður á við líkt og áður hafi gerst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka