Bíða enn eftir úrlausn vegna hlutdeildarlána

Í fyrra sóttu alls 516 fyrstu kaupendur um hlutdeildarlán.
Í fyrra sóttu alls 516 fyrstu kaupendur um hlutdeildarlán. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur verið opnað fyrir umsóknir og úthlutun hlutdeildarlána þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bíður enn eftir því að fá aukið fjármagn hjá ríkissjóði til að geta afgreitt lánsumsóknir.

HMS lokaði tímabundið fyrir umsóknir í maí sl. þar sem lánsfjárheimildir ársins til veitingar lánanna voru þá fullnýttar. Alþingi samþykkti svo í júní að hækka heimildina úr þremur milljörðum í fjóra svo hægt yrði að hefja afgreiðslu lána á nýjan leik.

Var þá vonast til að hægt yrði að opna fyrir úthlutun í júní en eins og greint var frá í Morgunblaðinu 5. september beið HMS þá enn eftir að fá meira fjármagn frá ríkissjóði fyrir frekari lánveitingar. 

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert