„Finnst málið á alla kanta sérstakt“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að með ákvörðun dóms­málaráðherra um að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi í gær hafi fram­kvæmda­valdið á mjög væg­an hátt haft áhrif á málið.

Eng­inn ef­ist um hina efn­is­legu niður­stöðu sem ligg­ur fyr­ir í mál­inu hjá stjórn­sýsl­unni.

Aðspurður seg­ir hann að engri sér­stakri niður­stöðu um málið hafi verið náð á fundi rík­is­stjórn­ar í morg­un, held­ur hafi það verið reifað og fyr­ir sitt leyti sé það áfram í þeirri stöðu sem það var fyr­ir gær­dag­inn.

Í sam­tali við mbl.is að lokn­um fund­in­um seg­ir Bjarni frest­un­ina núna ekki gefa for­dæmi og að eng­in meg­in­regla sé að verða til þótt þetta mál hafi ratað inn í rík­is­stjórn­ina.

„Eng­inn að ef­ast um hina efn­is­legu niður­stöðu“

Hann seg­ist ekki hafa vitað af brott­vís­un­inni fyr­ir um­fjöll­un fjöl­miðla seint um nótt­ina, en að hann hafi um morg­un­inn rætt við bæði Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra og Guðmund Inga Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.

Í kjöl­farið hafi svo Guðrún tekið sína ákvörðun, sem Bjarni seg­ist styðja.

„Þetta er mjög stórt mats­atriði og frá­vik frá því sem við höf­um haft sem al­gjöra meg­in­reglu og mun­um áfram hafa sem al­gjöra meg­in­reglu, um að við höf­um ekki af­skipti af ein­staka mál­um. Fyr­ir mér, með því að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar­inn­ar, er með mjög væg­um hætti haft áhrif á mál þar sem eng­inn er að ef­ast um hina efn­is­legu niður­stöðu sem er feng­in í mál þeirra sem eiga í hlut,“ seg­ir Bjarni.

Lokað var fyrir umferð um Hverfisgötu á milli Lækjargötu og …
Lokað var fyr­ir um­ferð um Hverf­is­götu á milli Lækj­ar­götu og Ing­ólfs­stræt­is vegna mót­mæl­anna. mbl.is/​Karítas

Ekki und­ir hót­un­um um slit rík­is­stjórn­ar

Spurður hvort að til tals hafi komið að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið væri í húfi vegna máls­ins svar­ar Bjarni með skýrri neit­un.

„Nei, var ekki und­ir nein­um slík­um hót­un­um, en aug­ljós­lega var lögð á það þung áhersla að það mætti fresta fram­kvæmd­inni ef hægt væri.“

Bjarni bend­ir á að á þessu ári hafi þúsund manns verið vísað frá land­inu og að þetta sé eina málið sem hafi komið inn á borð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Seg­ir hann afar óvenju­legt að óskað sé eft­ir því að stakt mál sé tekið svona upp og rætt á hinum póli­tíska vett­vangi.

Sé þetta hins veg­ar sett í sam­hengi við mála­fjöld­ann og þá um­fjöll­un sem þetta mál hafi fengið sé ekk­ert óeðli­legt að eitt mál komi til umræðu.

„Þetta er al­gjört frá­vik

„En ég neita því ekki að dóms­málaráðherra, mér og fleiri ráðherr­um finnst málið á alla kanta sér­stakt og þetta er al­gjört frá­vik frá því sem við erum vön að gera,“ seg­ir Bjarni.

Spurður um stöðu rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins eft­ir þetta seg­ir Bjarni enga ástæðu til að ætla að rík­is­stjórn­in komi sködduð frá þessu máli.

Bjarni ít­rek­ar að eng­in meg­in­regla sé að verða til með frest­un fram­kvæmd­ar­inn­ar. „Í mín­um huga hef­ur þessi ákvörðun dóms­málaráðherra ekk­ert for­dæm­is­gildi.“

Frá mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag.
Frá mót­mæl­um fyr­ir utan rík­is­stjórn­ar­fund í dag. mbl.is/​Karítas

„Algjör­lega óraun­hæf nálg­un á þenn­an mála­flokk

Fyr­ir utan rík­is­stjórn­ar­fund­inn voru á tíma­bili 200-300 mót­mæl­end­ur sem mót­mæltu að vísa ætti Yaz­an á brott.

Skil­ur þú af­stöðu þeirra?

„Ég heyrði þau segja öll börn eru okk­ar börn og ég heyri oft og tíðum að við eig­um ekki að vera með virk landa­mæri og ég er því mjög ósam­mála og ég held að það sé al­gjör­lega óraun­hæf nálg­un á þenn­an mála­flokk, því miður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert