Hátt í 20 gráða hiti á Austurlandi

Frá Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði. mbl.is/Golli

Nærri tuttugu gráða hiti hefur mælst á Austurlandi í dag.

Mestur hefur hitinn mælst í Reyðarfirði, þar sem hann náði 19,7 gráðum fyrr í dag.

Litlu minni mældist hann í Neskaupstað, eða 19,4 gráður.

Í Seyðisfirði náði hitinn mest 19,1 gráðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert