Leitin að Illes Benedek Incze hefur ekki borið árangur.
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Síðast sást til Illes í Vík í Mýrdal klukkan 3 aðfaranótt sunnudags.
Viðbragðsaðilar hafa m.a. notast við dróna og sporhunda við leitina sem hófst í gær og stendur enn yfir. Jón Þór býst við að lögregla taki ákvörðun um framhald leitaraðgerða í dag.
Að sögn Jóns hafa leitarskilyrði ekki verið ákjósanleg. Hefur verið þoka og súld, auk þess sem dimmt var í nótt.