Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hyggst setja á fót vinnu í ráðuneyti sínu til að marka mótvægisaðgerðir til að draga úr hávaða á Reykjavíkurflugvelli.
Þetta tilkynnti hún á fundi með forsvarsfólki frá íbúasamtökunum Hljóðmörk. Hafa samtökin barist fyrir því að verulega verði dregið úr óþarfa flugumferð og telja að það eigi við um einkaflugvélar, þyrlur og einkaþotum.
„Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ er haft eftir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.