Staða ríkislögreglustjóra ekki auglýst

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri verður áfram í embætti næstu fimm árin, því ekki kem­ur til þess að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra verði aug­lýst laust til um­sókn­ar.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari aðstoðar­manns Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Í gær voru rétt­ir sex mánuðir þar til skip­un­ar­tími Sig­ríðar Bjark­ar rík­is­lög­reglu­stjóra renn­ur út.

Í 23. grein laga um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins er kveðið á um að emb­ætt­is­menn séu skipaðir tíma­bundið til fimm ára í senn og skuli til­kynna viðkom­andi emb­ætt­is­manni með minnst sex mánaða fyr­ir­vara fyr­ir lok skip­un­ar­tíma hans, hvort embættið verði aug­lýst laust til um­sókn­ar.

Sé það ekki gert fram­leng­ist skip­un­ar­tím­inn sjálf­krafa um fimm ár til viðbót­ar, nema viðkom­andi óski eft­ir að láta af störf­um fyrr. Sig­ríður Björk var skipuð í embætti rík­is­lög­reglu­stjóra þann 16. mars árið 2020. Þannig hefði átt að til­kynna Sig­ríði Björk í síðasta lagi í gær um að embættið yrði aug­lýst, en það var ekki gert.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert