Svandís: Staða ríkisstjórnarinnar er örugg

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Karítas

Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra sagði eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag að staða rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri ör­ugg og að hún ætti von á því að niðurstaðan fyr­ir Yaz­an Tamimi og fjöl­skyldu hans yrði góð.

„Við erum ekki að byrja að vinna sam­an í fyrsta skipti,“ sagði Svandís eft­ir fund­inn. Sagði hún stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar vera ör­ugga og að á þeim sjö árum sem sam­starf flokk­anna þriggja hefði verið hafi þau farið í gegn­um mörg flók­in verk­efni.

„Það er ekki vanda­laust, en oft hef­ur það verið styrk­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað hún er breið póli­tískt. Ég held að þetta sé dæmi um slíkt mál. Við átt­um mjög hrein­skipt og gott sam­tal í rík­is­stjórn­inni sem skipti máli,“ sagði Svandís.

Ekki rætt um að slíta rík­is­stjórn­inni

Í gær átti að vísa Yaz­an, ell­efu ára palestínsk­um dreng með vöðva­hrörn­un­ar­sjúk­dóm, úr landi og til Spán­ar. Var það stöðvað á síðustu stundu. Spurð hvort að Vinstri græn hefðu verið til­bú­in að slíta rík­is­stjórn­inni í gær hefði Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra ekki stöðvað brott­vís­un­ina, seg­ir Svandís að ekk­ert slíkt hafi verið rætt.

Við ít­rekaðri spurn­ingu blaðamanns hvort ekk­ert hafi verið gefið í skyn að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið gæti verið í húfi sagði hún: „Nei, get ekki sagt það.“

Svandís seg­ir samt ljós að málið sé mjög póli­tískt þung og mik­il­vægt fyr­ir stuðnings­fólk Vinstri grænna. „En við höf­um alltaf talað skýrt og talað hreint út með að málið í sjálfu sér er póli­tískt mjög þungt og hef­ur verið í umræðunni um langt skeið og okk­ar grasrót og okk­ar bak­land hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af þessu máli og það end­ur­spegl­ar okk­ar mál­flutn­ing inn í rík­is­stjórn og kem­ur eng­um á óvart að það hef­ur áhrif inn í sam­talið.“

Mun hafa áhrif á tím­aramm­ann

Var ein­hver niðurstaða um að hon­um verði ekki vísað úr landi?

„Þetta átti sér stað í gær og þá var gripið í taum­ana með þess­um hætti og við tök­um málið til umræðu í rík­is­stjórn í dag. Og það eru mjög marg­ir vinkl­ar og sjón­ar­horn í þessu máli sem lúta að rétt­ind­um barna og sam­skipt­um lög­reglu við heil­brigðis­yf­ir­völd,“ seg­ir Svandís.

Spurð hvort verið sé að fresta mál­inu þangað til það fari aft­ur í efn­is­meðferð seg­ir Svandís: „Það leiðir af sjálfu sér að það hef­ur áhrif á þenn­an tíma sem er fram á laug­ar­dag­inn að málið er til um­fjöll­un­ar, en það er ekki á okk­ar borði að taka þá ákvörðun.“

Rík­is­stjórn­in mun standa og niðurstaðan góð fyr­ir Yaz­an

Vær­ir þú til í að slíta rík­is­stjórn ef hann verður brott­flutt­ur á næstu dög­um?

„Ég sé ekki að til þess muni koma.“

Tel­ur að hann verði ekki brott­flutt­ur?

„Ég er að segja að niðurstaðan okk­ar og umræðan í rík­is­stjórn gaf til­efni til að ætla að rík­is­stjórn­in muni standa þetta af sér og að niðurstaðan verði góð fyr­ir Yaz­an og fjöl­skyldu hans,“ seg­ir Svandís að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert