Sýni úr föðurnum send til rannsóknar

Grímur segir lögreglu skoða aðdraganda andláts stúlku á grunnskólaaldri.
Grímur segir lögreglu skoða aðdraganda andláts stúlku á grunnskólaaldri. Samsett mynd

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu bein­ir sjón­um sín­um að því að reyna að átta sig á hug­ar­ástandi föður á fimm­tugs­aldri sem grunaður er um að hafa ráðið dótt­ur sinni á grunn­skóla­aldri bana.

Lög­regla legg­ur mest kapp á að rann­saka aðdrag­anda and­láts stúlk­unn­ar.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, seg­ir að sýni úr mann­in­um hafi verið sent til rann­sókn­ar til að fá úr því skorið hvort maður­inn hafi verið und­ir áhrif­um. Þó sé ekk­ert sem bendi til þess að svo hafi verið. Maður­inn hef­ur hlotið dóma fyr­ir fíkni­efna­laga­brot en Grím­ur seg­ir að ekki sé litið svo á að það teng­ist þessu máli. 

„Við erum ekki á þeim stað að geta svarað því út í hörg­ul hvað gerðist. Við erum að reyna að átta okk­ur á því – aðdrag­and­ann, at­vikið sjálft og hvat­ann til þess,“ seg­ir Grím­ur. 

Veit ekki til for­ræðis­deilu 

Var ein­hver for­ræðis­deila í gangi?

„Ekki svo ég viti,“ seg­ir Grím­ur.

Hann seg­ir að Há­skóli Íslands sé með sýni úr mann­in­um til rann­sókn­ar til að at­huga hvort hvort maður­inn hafi verið und­ir áhrif­um lyfja. En ekk­ert bendi til þess við frum­at­hug­un að svo hafi verið. 

„Hann var hand­tek­inn nokk­urn spöl frá því sem líkið fannst. Hann var fót­gang­andi,“ seg­ir Grím­ur.

Hef­ur maður­inn borið sér eitt­hvað til máls­bóta eða seg­ist hann bera ábyrgð á mann­drápi?

„Við höf­um ekki farið út í það sem kem­ur í yf­ir­heyrsl­um.“

Útil­ok­ar ekki fleiri hand­tök­ur 

Spurður hvort ein­hverj­ir aðrir teng­ist at­vik­inu, þá út­tal­ar Grím­ur sig ekki um það.

„Það get­ur vel gerst við rann­sókn mála að fleiri verði hand­tekn­ir en eins og staðan er þá hef­ur einn verið hand­tek­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert