Adam tjáir sig ekki: Boðar yfirlýsingu frá ASÍ

Adam Kári er borinn þungum sökum af Quang Le.
Adam Kári er borinn þungum sökum af Quang Le. Samsett mynd/Rafiðnaðarsamband Íslands/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adam Kári Helgason, starfsmaður hjá kjara- og vinnustaðaeftirliti Rafiðnaðarsambands Íslands, og einn viðmælanda Kveiks í umfjöllun um málefni Quang Le og viðskipta hans, kýs að tjá sig ekki um ásakanirnar sem fram hafa komið. Quang Le sakaði Adam um að hafa gengið hvað harðast fram í málatilbúnaði gegn honum í viðtali við mbl.is

Quang Le hefur réttarstöðu sakbornings og er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. 

Í viðtali við mbl.is sem birtist í dag segir Quang Le að Adam hafi hótað starfsfólki hans því að það myndi missa landvistarleyfi ef það spilaði ekki með í ásökunum á hendur honum. Þá er Adam sagður hafa gengið lengst fram í því að lofa starfsfólki sem áður vann á veitingastöðum í eigu Quang Le háum fjárhæðum með því að gera kröfu í þrotabúa Quang Le. 

Adam vildi ekki tjá sig um málið en boðaði yfirlýsingu frá ASÍ síðar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert