Atkvæðagreiðsla hjá Afli um verkfall

Hornafjörður.
Hornafjörður. mbl.is

Trúnaðarráð Afls starfsgreinafélags á Austurlandi samþykkti í gær að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal allra félagsmanna Afls sem starfa hjá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Lagt er til að ótímabundið verkfall félagsmanna hjá sveitarfélaginu hefjist klukkan 11 fyrir hádegi 2. október næstkomandi. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna sem boðunin tekur til hófst í gær og lýkur 24. september kl. 14.30.

Í frétt á vefsíðu Afls segir að samningaviðræður um framlagðar kröfur félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings við Sveitarfélagið Hornafjörð fyrir hönd félagsmanna sinna hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Því telji félagið sig knúið til að grípa til þess ráðs að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert