Handtekinn vegna líkamsárásar

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var handtekinn í hverfi 201 í Kópavogi vegna líkamsárásar. Hann var vistaður í fangaklefa.

Brotist var inn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur og verðmætum stolið, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan 5 í morgun.

Ekið aftan á strætisvagn

Umferðaróhapp varð í Breiðholti þar sem ekið var aftan á strætisvagn. Engin slys urðu á fólki.

Ölvaður ökumaður var handtekinn eftir að hafa orðið valdur að umferðaróhappi í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þá var ökumaður án ökuréttinda stöðvaður í hverfi 210 í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert