Konan var hinum megin við vegginn

Þórshöfn. Hér er horft til austurs frá Hófaskarði.
Þórshöfn. Hér er horft til austurs frá Hófaskarði. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Starfsmaður Langanesbyggðar varð heldur hissa á dögunum þegar hann þurfti að hringja í fyrirtæki í Reykjavík til að panta varahlut því þegar svarað var hjá fyrirtækinu heyrði hann bæði í starfsmanni þess í símanum sem hann hélt á og líka hinum megin við vegginn.

„Ég var að vinna í miðstöðvarkerfi í sveitarstjórahúsinu á Þórshöfn og vantaði varahlut, svo að ég hringdi í Fagkaup í Reykjavík til að panta hann,“ sagði Þorri Friðriksson við fréttaritara. „Það skrýtna var að þá heyrði ég bæði í konunni hjá Fagkaupum í símanum og hinum megin við vegginn,“ sagði Þorri og hló.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert