„Staðan er grafalvarleg“

„Það er óraunhæft að ná fullum orkuskiptum árið 2050,“ segir …
„Það er óraunhæft að ná fullum orkuskiptum árið 2050,“ segir Guðmundur Ingi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Næstu fjög­ur til fimm árin verða mjög erfið og lík­ur á að ein­hverj­ar raf­orku­skerðing­ar verði og það bæt­ir ekki úr skák að við erum að fara inn í næsta ár með mjög lága vatns­stöðu í uppistöðulón­um sem gæti þýtt að ekki verði næg for­gangs­orka til í kerf­inu,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son for­stjóri Landsnets í sam­tali við Morg­un­blaðið, en fyr­ir­tækið sendi frá sér nýja orku­spá í gær sem tek­ur til ár­anna 2024 til 2050.

„Staðan er grafal­var­leg,“ seg­ir hann, en bend­ir á að nýj­ar virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir eigi að fara af stað sam­kvæmt ramm­a­áætl­un og ný orka koma inn á kerfið.

„Það er þó óvissa um fram­kvæmd­ir sem búið er að samþykkja og ef þær fram­kvæmd­ir raun­ger­ast ekki verður staðan enn verri,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

„Við erum að súpa seyðið af því að fram­kvæmd­ir í raf­orku­kerf­inu, hvort held­ur sem er í flutn­ings­kerf­inu eða í virkj­un­um, hafa ekki fylgt þróun í eft­ir­spurn eft­ir,“ seg­ir hann.

Guðmund­ur Ingi bend­ir á að ís­lensk stjórn­völd hafi lýst því yfir að ætl­un­in sé að ná full­um orku­skipt­um 2050, en Landsnet hafi bent á að ólík­legt sé að það mark­mið ná­ist, enda þurfi þá að tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu í land­inu á tíma­bil­inu. Evr­ópu­sam­bandið geri aft­ur á móti ráð fyr­ir 70% orku­skipt­um á sama tíma og ef Ísland setti sér það mark­mið væri lík­legra að ná til lands það ár.

„Það er óraun­hæft að ná full­um orku­skipt­um árið 2050,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Í spá Landsnets er sagt fyr­ir­séð að aflskort­ur verði viðvar­andi í raf­orku­kerf­inu frá ár­inu 2028, hvort sem ástæðan sé óheppi­leg vindskil­yrði eða ófull­nægj­andi afl­geta virkj­ana. Í lok spá­tíma­bils­ins ger­ir fyr­ir­tækið ráð fyr­ir að stýr­an­legt afl verði á bil­inu 65-87% af aflþörf í kerf­inu, eft­ir því til hvaða sviðsmynd­ar sé litið. Þá vanti afl á bil­inu 640 til 2.250 mega­vött til að mæta eft­ir­spurn.

Í spánni seg­ir að vindorka og aðrir breyti­leg­ir orku­gjaf­ar geti dregið úr aflskorti en erfitt sé að gera ráð fyr­ir að þeir muni út­rýma hon­um. Aðrar lausn­ir þurfi að koma til, eru þar nefnd­ar bæði markaðslausn­ir og fleiri virkj­an­ir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert